Fasteignarsölurnar Hof og Höll kynna: Fallega einbýlishús á tveim hæðum á frábærumstað við sjávarkambinn á Þingeyri. Neðri hæðKomið er inn í rúmgóða forstofu með fataskáp, inn af forstofu er gangur með stóru svefnherbergi, þvottaherbergi, útgangur á baklóð og stigahús upp á efri hæð. Einnig er stór og góður bílskúr á neðri hæð. Á gólfum er harðparket.
Efri hæðKomið er upp í rúmgott hol/borðstofu með útgang á svalir, á hægri hönd er stór og björt stofa, rúmgott eldhús með fallegri ljósri innréttingu og inn af eldhúsi er lítið svefnherbergi og einnig búr með hillum. Á vinstri hönd er svefnherbergisgangur með fjórum rúmgóðum herbergum með skápum og fallega innréttuðu baðherbergi með sturtu og glugga.
Á gólfum er harðparket flísar.
Húsið er með stað steyptri neðri hæð en timbur efri hæð.
Nánari upplýsingar veita:
Jón Guðmundsson löggiltur fasteignasali í síma 897 3702 eða jon@hollfast.is
Evert Guðmundsson aðstoðarmaður fasteignasala í síma 823-3022 eða evert@fasthof.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamnings 0,8% af fasteignamati eignar.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamning, veðskuldabréfi, veðleyfi osf. 2.000 kr af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt um 1% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu 62.000 kr m. vsk.